Ég keypti mér gallabuxur um daginn í Vero Moda, góðar buxur þar oftast. Kostuðu 8000. Annars veit ég ekki með merkin sko, ætli það sé ekki Cheap Monday buxur sem eru inn. Þær fást meðal annars í Spútnik í Kringlunni. Ég myndi helst bara kíkja í Kringluna og fara í eftirfarandi búðir: Zara, Vero Moda, Warehouse, Gallabuxnabúðina (þó ég hafi nú aldrei fundið mér neitt þar), Outfitters Nation ef þú ert smávaxin, Sautján, Spútnik, Deres, Oasis, jafnvel Next, maður veit aldrei hvað leynist inni á milli. Gangi þér vel!
Bætt við 14. ágúst 2007 - 12:30
Já og ef þú finnur ekkert þá ferðu í Top Shop í Smáralind! Yndisleg búð. Svo er Retro líka reyndar í Kringlunni og Smáralind en það eru frekar dýrar buxur þar. Og ef þú hefur tíma, kíktu á Laugarveginn:)