Dýrt. Svona álíka dýrt og ef þú kaupir gæðajakkaföt… En Mohammed sem var klæðskeri óperunnar ætlar bráðum að fara að sauma klæðskerasaumuð jakkaföt á karla. Það verður pottþétt fancy… Einhver gaur ætlar að fara að opna töff verslun á laugaveginum þar sem þetta verður m.a. til boða… veit ekki hvort það mun ganga en íslendingum finnst voða gaman að vera fancy eða líta allavega út fyrir að vera fancy.
en ef þú vilt spjalla við klæðskera um þetta þá get ég mælt með Skraddaranum á horninu á vatnsstígnum. Hann kann til verka allavega, veit reyndar ekkert hvort hann nennir að sauma jakkaföt en hann kann það.
En svo að þú áttir þig á því þá kostar sirka jafn mikið að láta saum aá sig jakkaföt hérna heima og að kaupa þau bara fullsniðin. Það er í raun og veru ódýrara að kaupa tilbúin jakkaföt og fara svo með þau til skraddara og láta laga þau til en að byrja alveg frá grunni. En ef þú ert að fara til Indlands í náinni framtíð þá eru þeir mjög góðir að sníða jakkaföt þar fyrir skít á priki. En eins og ég segi: Kaupa fyrirfram sniðn jakkaföt og fara með þau til skraddara og láta laga þau til þar, mun betra.