Þvoðu húðina bæði kvölds og morgna. Svo getur þú líka keypt eitthvað til að bera á húðina :) Ég á t.d. mjög góða sem ég ber á mig fyrir svefninn. Með Tea Tree Oil. Er í brúnum pakningum og það stendur held ég 1,2,3 á henni af einhverjum ástæðum. :)
Bætt við 21. ágúst 2007 - 17:53
Heyrðu, ég nennti að gá hvað þetta heitir og þetta er frá merkiu Australian BodyCare, svo stendur Tea Tree Oil fyrir neða, og ,,Facial Wash“.
Þú bleitir andlit og hendur. Berð svo smá á hendurnar og berð sápublönduna á andlitið. Aðalega á ennið, nefið og hökuna því þar eru bólurnar oftast, en líka gott að gera kinnarnar ef þú færð bólur þar. Þetta er mjög gott fyrir fílapenslana. Svo er til svona rollon frá sama berki til að bera á stórar ljótar bólur sem vilja ekki fara. Á því stendur: ,,On The Spot stick.” Gallin við þetta er að það er ekkert sérstök lykt af þessu svo ég mæli með því að þú berir þetta á bara fyrir svefninn, eða þegar þú ert heima og ert ekki að fara neitt :)
Og já..ein leiðrétting, það stendur ekki 1,2 3 framan á þessu, heldur abc, ruglaðist aðeins :)
An eye for an eye makes the whole world blind