ónei… ekki gera það. þú verður appelsínugulhærð. (and that's a promise)…
trust me, ég hef litað ljóst og dökkt til skiptis í c.a 7 ár, og var síðast núna í byrjun sumars að fara úr dökku í ljóst. Ég fór tvisvar á stofu. Fyrst fékk ég mér ljósar strípur í allt hárið og svo pínu platinum skol. Svo fór ég aftur og lét aftur strípur og platinum skol (og grátt til að taka gulu slikjuna í burtu). Svo hef ég verið að nota silver sjampó núna frá því í júní, og það tekur líka gula litinn í burtu og býr til platinum look. Svo keypti ég sjálf aflitunarefni í hókus pókus um daginn, til að halda ljósa litnum við og ýkja hann aðeins. En FYRST ÞÁ, varð ég mjög ljóshærð :)
þannig að EKKI einu sinni láta þig dreyma. Þú sérð allt þetta bras mitt, og loksins í fyrradag varð ég almennilega ljóshærð ;)
farðu á stofu. spurðu gellurnar, þær vita nákvæmlega hvað þær eiga að gera.
ókei þetta er kannski svoldið dýrt ferli, en þetta er hárið á þér, og þú ætlar að vera svona í smá tíma, right? svo að af hverju ekki að spenda smá í sjálfan sig :)
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”