Láttu bara á þig barnaolíu þegar þú ert næst í sólbaði. Eða bara einhverskonar góða olíu.
Olían dregur í sig sólina (Eða, þið fattið) og þú verður fljótari brúnni. En… þó hún sé ekki það sterk hérna á “klakanum” þá er hún lúmsk, þú gætir brennst svo ég myndi passa þig.
Ég var t.d. í Grikklandi og í seinni vikunni var ég komin niður í sólarvörn númer 6 og ég valdi mér eina sem er með olíu í. Ég varð freeeekar brún.
Allt náttúrulega. Svo er ég oft í sundi og það hjálpar mikið.
Vinkona mín varð eitthvað hræðilega röndótt eftir eitt svona krem/after-sun/eitthvað. Þá var eitthvað við húðina hennar, á einum stað virkaði þetta fínt en á öðrum ekki….
Svo notaði frænka mín svona after sun, vissi ekki að það væri brúnka í því og varð frekar asnaleg með brúnar hendur og fætur, en það virkaði mjög vel. :)
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33