——
besta stofan?
Já. Hvaða hárgreiðslustofa mynduð þið segja að sé sú besta í að lita hár? Eh. Þetta hljómar eiginlega asnalega en ég verð að vita það og það strax. Og þetta er hálfruglingslegt því ég er að fara taka strætó eftir 5 mínútur, en allavega! Ég var dökkhærð í svona hálft ár (náttúrulega ljóshærð) en núna í júní pantaði ég mér tíma í strýpur og nú er hárið svona brúnljósskolitað. Ljótur litur. Erhm. Ég er semsagt að leitast eftir stofu sem litar hár ljóst og þá ALLS EKKI svona platinum ljóst eða aflitað. Það er ‘no-no’. Ég vil bara lita það einu sinni enn og ná litnum sem raunverulegastum. Verð skiptir ‘eiginlega’ ekki máli. Æ, strætó. Ég laga þennan þráð á eftir, endilega svara!