Já og nei..
Raksturinn sem slíkur veldur því ekki að hárin dökkna og þykkjast, það er þjóðsaga komin til vegna þess að þegar fólk byrjar að raka sig, hvort sem er á fótunum eða í andlitinu eða annars staðar, þá er hárrótin enn að þroskast, þess vegna koma hárin aftur dekkri og stífari. Þér er alveg óhætt að raka á þér lappirnar, hárin eiga hvort eð eftir að dökkna með aldrinum. Það er ekki raksturinn sem veldur, heldur er þetta bara líkaminn að þroskast.