Jæja, á að versla fyrir sumarið? Eitthvað sérstakt sem þið hafið í huga?
Mér finnst reyndar oft að á hverju sumri komi nánast sömu tískustraumar. Auðvitað eru þau ekki nákvæmlega eins en t.d. blómamunstur og stór og íburða mikil munstur. Á sumrin verða þau yfirleitt algengari.
Sígaunapils, mussur, sandalar. Alltaf finnst mér ég sjá nánast það sama fyrir utan nokkrar tískubólur.
Hver man ekki eftir gúmmíarmböndunum sem voru til í mörgum litum?;)

Ég ætla nú bara að hafa fataskápinn rólegann í sumar og halda peningaveskinu þykku en ég er samt að leita mér að skóm sem eru svona eins og karlmannskór nema með hæl. Ég veit að þannig er til í kaupfélaginu en alltaf þegar ég kíki er ekki til í númerinu mínu:/

jæja, ætli það sé ekki komið nóg umræðuefni? Eiga fatakaup að standa kyrrt í sumar eða á að versla vel?
www.myspace.com/amandarinan