Það er geðveikt að fara í Trafford Centre verslunarmiðstöðina, það eru nánast allar búðir þar..
Svo þarna á torginu, æj ég man ekkert hvað það heitir, en það er svona torg með helling af búðum, “lítilli” verslunarmiðstöð (þá meina ég minni en Trafford Centre) en já, það er svona vatnsgosbrunnur sem krakkarnir leika sér í og það er ótrúlega fínt á góðum degi að fara þangað. Þar er líka ein æðisleg búð, sem heitir Primark, með þvílíkt ódýr föt, en samt mjög vel gerð. Ég myndi samt ekki nenna að máta þar, Englendingar eru víst brjálaðir í þessa búð :) Svo er bara alveg heill hellingur af búðum þarna, og inn eftir svona götum, þar finnuru líka, svo er líka Kolaport :)