Ég geri ráð fyrir því að þú málir þig og já það er MJÖG mikilvægt að þvo húðina vel á morgnana og kvöldin en vatn gerir afskaplega lítið, þú þarft helst að kaupa þér efni sem hreinsa húðina getur spurt um þau bara í næsta apóteki. Notaðu bara volgt vatn húðin á þér getur nefnilega verið viðkvææm fyrir of heitu vatni þannig að volgt var er bara mjög fínt. Keyptu þér líka svona scrub krem sem þrífur dauðar húðfrumur úr andlitinu, getur notað þannig nokkrum sinnum í viku það fer mjög vel með andlitið og er ekki svo dýrt, t.d Nivea gentle face scrub kostar um 500 kallinn í flestum búðum og apótekum. ALLS EKKI nota venjulega sápu á húðina eins og einhver ráðlagði þér það getur farið svakalega illa með hana og verið of ertandi !
Með það að kreista bólur þá máttu það alveg, en þú mátt bara alls ekki nota puttana í það, þú getur gert það með eyrnapinnum t.d eða bómul bara vegna þess að puttarnir eru of fitugir og þú getur bara fengið sýkingu, bólan verður verri og þú færð ör á endanum. Kreistu bara með eyrnapinnum og settu ALOE VERA á sárið þá grær þetta eins og skot og bólan horfin !
Þannig það er bara þetta, fáðu þér efni til þess að hreinsa húðina, volgt vatn, scrub, aldrei að vera snerta andlitið með puttunum ! það er mikilvægt, aloe vera og svo hjálpar það að drekka mikið vatn. :)
Þú getur líka sótthreinsað með tea tree oil sem er náttúruleg ;)
Bætt við 8. maí 2007 - 16:46
Þetta ætti að virka :)