Ég er að fara í klippungu í vikunni. Ég er búin að vera að velta fyrir mér mikið hvernig ég eigi að láta klippa það. Ég er með mjög sítt og þykkt rautt hár. Svo að ég var að spá hvort að einhver viti um einhverja töff hárgreiðslu. Ef það hjálpar eitthvað þá er ég með sporöskjulaga andlit.
Bætt við 1. maí 2007 - 20:38 Það á víst að standa *klippingu, þarna í fyrstu setningunni.
Nei enga litun, ég tími því ekki, er með ótrúlega flottan og sjaldgæfan rauðanlit. Ég hef verið að spá í því að klippa það einhvern veginn stutta að aftan og sítt að framan. Eða bara eitthvað nýtt. Ég vil samt helst ekki stuttan topp.
Hey, töff…ég er með þannig klippingu. Það er s.s. stutt að aftan en svo síkkar það smá saman niður til hliðanna þannig að það er sítt þar :) Svo er ég með skátopp sem nær yfir annað augað ef ég leyfi honum…
Em ég held að þú ættir bara að fá þér svoleiðis :D Mér finnst það hljóma mjög vel.
Mig langaði í svona klippingu, og fékk nokkurnveginn hana, fyrir utan toppinn. Mig langaði að hafa toppinn í andlitinu. Svo að það er c.a. svona stutt að aftan :)
Annars veit ég ekki hvort að þú varst að tala um eitthvað allt öðruvísi…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..