Hefurðu séð hvernig hárígræðslur virka!? Það e bara ljótt. So sorry, einhverjir nokkrir lokkar sem eru græddir inn og þetta verður… bara ekki fallegt. Sko, við getum ekki alltaf verið falleg. Við eigum okkur öll einhverjar hliðar þar sem við erum ekkert sérstaklega falleg, þannig er það bara. Þó að þér finnist þú vera með hátt enni þá getur það alltjént verið bara ímyndun í þér. Eða þá að þú sért að gera alltof mikið úr því, það er ekki eins og þú sért conehead eða eitthvað. Líttu á björtu hliðarnar: þú getur verið með topp.
Stelpur, við þurfum að læra að sættast við okkur eins og við erum, ekki alltaf vera að leita að einhverju öðru sem gerir okkur fallegar! Ég er orðin svo þreytt á því að fá konur inn í búðina til mín með sjálfsálitið í núlli, segja ég er ógeðsleg og feit við mig. Og þær trúa því, þær trúa því að þær séu viðbjóðslegasta manneskja á jarðríki og líður svo illa! Horfum í spegilinn, stoltar yfir líkama okkar fyrir að vera eins og hann er. ekki út af því að þarna mætti vera stærra og þarna minna, þarna hærra og þarna lengra. Ég hef actually þurft að segja við manneskju: “Þú ert glæsileg kona, ég sé fallega manneskju hérna beint fyrir framan mig, ekki einhverja feita, ljóta manneskju. Þú ert falleg.” Mér finnst agalegt að þurfa að segja svona við konur. Mér finnst agalegt að fólk skuli hugsa svona um sjálft sig, að það sé ógeðslegt.