Decutane er það sem er trendið á Íslandi í dag og er reyndar undir nöfnunum Roaccutane, Accutane og fleiri -tane nöfnum(allt það sama s.s. isotretinoin)
Lyfið er í grunninn bara A-Vítamín og eru því aukaverkanir mjög líkar A-Vítamín eitrun og er allur matur með stórum skömmtum af A-Vítamíni ekki ráðlagður.
Jamm þetta eru allt uppí 3-6 mánaða kúrar og fer allt eftir því hvað læknirinn heldur þig þurfa.
Skammtar eru minnir mig 1-2mg per kilo og reyndar fara hratt niður ef þú ert með lítið af bólum. Ég var t.d. að taka 7 töflur á dag.
Húðin versnar oftast fyrstu vikurnar og verður fólk alveg útsteypt og er þar lyfið að hreinsa húðina, ég var t.d. alveg hræðilegur fyrstu vikurnar.
Húðin þornar allsvakalega og þú þarft að vera með rakakrem alltaf nálægt og mæla læknar oftast með Locobase á allan líkaman og sérstaklega andlit.
Varir eru annað issue sem er það versta við þetta að mínu mati, Þú verður ALLTAF að vera með varasalva á þér annars verðurðu ómöguleg(ur) og varirnar á þér springa og hjá sumum veldur þurrkurinn stundum því að munnvikin rifna smá og aðrir sem fá varabólgur ef þeir passar þetta ekki með varasalvan. Varasalvi óður en maður fer að sofa er líka stundum nauðsynlegur.
Húðin verður mjög viðkvæm og þessvegna eru sumir læknar sem forðast það að gefa þetta yfir sumarið þar sem þú þarft ekki nema vera í nokkrar mínútur úti áður en þú byrjar að brenna(mjög góð sólvörn nauðsynleg). Skemmtilegt að segja frá því að ef þú færð e-h í þig eins og ég lenti t.d í að fá kókómjólkurfernu í andlitið þá kom bara far sem reyndar greri strax en þetta er gott dæmi um hversu húðin er viðkvæm.
Jamm ofnæmiskerfið veikist á þessu lyfi sem getur valdið auknum veikindum, nætursjón minnkar og liðaverkir fylgja stundum. Ég var reyndar alltaf með smávægilegar blóðnasir meðan ég var á þessu en þetta gerist alls ekki með alla og er það afar mismunandi hvernig fólk þolir þetta.
Skert lifrastarfsemi er á meðan þú ert á lyfinu og þessvegna eru sumar verkjatöflur,vítamín og sumt sem hægt er að leggja sér til muns ekki ráðlagt og Áfengi er STRANGLEGA bannað á meðan meðferð stendur.
Já þú þarft að fara í blóðprufu þegar þú byrjar og síðan á 3-4 vikna fresti til að athuga með lifrina áður en þú færð næsta skammt.
Lyfið kostar 24þúsund mánaðarskammtur en sem betur fer er það niðurgreitt af tryggingunum 100% oftast og kostar því ekki krónu.
Annars bara spyrja ef það er e-h fleira, ekki láta allar þessar hryllilegu upplýsingar hræða þig. Fólk er rosalega mismunandi hvaða aukaverkanir það fær og sumir fá slæmar og aðrir litlar en þó nánast alltaf einhverjar.
What is the meaning of life?