Okey, ég vil auðvitað fá álit fólks og þið megið skíta yfir mig ef þið viljið en eigið ekki að þurfa þess þvi ég er að segja mína skoðun og vil endilega heyra ykkar álit á þessu og kannski náið þið að telja mig á annað mál. (Veit líka ekki hvert ég átti að setja þetta en þetta er i tísku þannig mer datt í hug hér) En þá ætla ég að byrja…..

Það sem mer finnst svo skritið, ef ekki pirrandi þegar fólk segir “ógó” eða “gg” eins og flestir segja er stytting af “good game”. Þarf fólk að vera bæta ó-i við allt ? Er þetta ó tíska að taka yfir eða :S ? Eina sem ég segi (kannski annað með ykkur) er síg ó og kannski leynd ó

Getur fólk ekki bara talað íslenskuna rétt og sagt bara geðveikt eða ógeðslega i staðin fyrir svona slang (eða hvað sem þetta kallast) ? Þarf að stytta þetta einhvað frekar… T.d. þegar maður fer i kringluna þá sér maður svona 13 til 17 ára stelpur ef ekki stráka líka garga yfir hálfa kringlu að það var einhvað ógó gaman :S Eða af einni bloggsíðu sem ég var að lesa um daginn að það var stelpa sem var að blogga um einhverja heimsókn og skrifaði komó = koma, og í svona annarri hvorri setningu var Ó eins og dæmi má nefna ógó = ógeðslega og pottó = pottþétt. WTF !?

“GG” tískan ? Ætlum við nuna að fara að stytta pottþétt í PÞ eða rosalega í Rg :S ?

Orð sem ég veit um sem er buið að “breyta” eru:

Ógó
Pottó
Sígó
Abbó
Komó
Frímó
Leyndó
Og ef til vill fleiri en jáhh…

En eins og ég segi megið þið skíta yfir mig en ég tek þvi sem ykkar skoðunum en vildi bara koma þessu frá mer =) Endilega segið ykkar skoðun og ef þið viljið reyna að sannfæra mig um annað…
*Á sætustu kanínur í heimi*