hættu að tjá þig ef þú hefur ekkert fallegt að segja
Stundum hefur maður eitthvað að segja þó það sé ekki fallegt. Ég ætla ekki bara að hætta að tjá mig af því að ég gæti mögulega sært einhvern.
En ekki hafðir þú mikið fallegt að segja í þessum korki heldur… Kvartandi og kveinandi og þegar stjórnendur benda þér á að þeir eigi sér líf eins og við hin (sem er eitthvað sem þú verður að sætta þig við) þá segirðu bara að það sé slappt af þeim að gefa ekki allan sinn tíma í að finna uppá einhverju nýju og spennandi fyrir áhugamálið. Það er alveg skiljanlegt að stjórnendur séu ekki uppfullir af góðum hugmyndum þegar almennir notendur koma ekki einu sinni með hugmyndir sjálfir.
Ef þú hefur hugmyndir fyrir áhugamálið, þá er það fínt. En það gagnast ekkert að vera með kvartanir og leiðindi.
(og ég átta mig á að ég var með leiðindi á móti, ég biðst afsökunar á því.)
Við ættum að þakka fyrir að stjórnendur nenni að standa í því að halda uppi heilu áhugamáli og stundum fleirum á meðan það er óánægt fólk útum allt sem kvartar af minnsta tilefni. Því ekki fá þeir borgað fyrir þetta…