Það fer eftir því hvort þú kaupir þér daglinsur eða mánaðalinsur.
3 mánaða skammtur af mánaðarlinsum kostar 3500 í sjón (mæli með Sjón, fínar linsur og ódýrar, hef verslað á mörgum stöðum, keypt linsur sem eru tvöfalt dýrari, með eitthverjum spes vörnum gegn útfjólubláuljósi og hvaða hvaða, en þessar henta mér vel og eru þæginlegar (Ons Merk 55 UV heita þær víst))
1 mánaða skammtur af daglinsum kostar svo 2250 þar.
Daglinsur hafa þann kost að þú ert með nýtt par í augunum á hverjum degi, sem gerir það að verkum að þú þarft ekkert að pæla í þeim nema á morgnanna, og lang minnst sýkingarhætta. Hins vegar eins og þú sérð eru þær töluvert dýrari, en ef peningar eru ekkert vandamál, þá eru þær klárlega málið.
Mánaðarlinsur hins vegar, þar þarftu að fá þér linsuvökva, og með því fylgir oftar en ekki linsubox. Áður en þú ferð svo að sofa á kvöldin, þá fyllirðu linsuboxið (það er tvískipt, fyrir hægra og vinstra auga) af linsuvökvanum og tekur linsurnar úr þér og setur þar ofan í. Svo daginn eftir tekurðu bara linsurnar úr boxinu og setur í augað á þér.
Þegar þú ert orðin fær í þessu, sem ætti að gerast á fyrstu 1-2vikunum, þá tekur þetta kannski 1-2 mínútur á morgnanna, og 1/2mínútu á kvöldin, svo það er ekki mikið hazzle í kringum þetta, nema kannski þegar þú ert að ferðast, að vera alltaf með linsuvökva og box með þér, en það eru til spes travel-sized linsuvökva flöskur, svo þetta er ekki rúmfrekara heldur en tannbursti.
Hins vegar eins og ég segi, er þetta svolítið vesen fyrstu 1-2 vikurnar, þ.e.a.s. að koma þeim í augun, mæli með að þú fáir manninn í búðinni til að kenna þér þetta ef hann hefur tíma, eða eitthvern vin/vinkonu, því þú þarft að læra að sjá hvort linsan snúi rétt (ekkert mál þegar þú kannt það). Fyrstu vikuna gat þetta tekið allt upp í 10 - 15 mín að fá þær rétt í augun, en eins og allt annað þá verður þetta lítið mál með æfingunni.
Eins og ég segi, þetta allavega hentar mínum lífsstíl miklu betur heldur en gleraugu nokkurn tíma. Svo er bara að skella sér í laserinn þegar sjónin er hætt að “þroskast”.
Bætt við 26. janúar 2007 - 01:29
Svo gleymdi ég að minnast á að það eru einnig til sílikon linsur, en það má sofa með þær. Það þýðir að þú getur haft þær non-stop í augunum í 1 mánuð, eða notað sem venjulegar linsur í 2 mánuði. Hef persónulega aldrei prófað þær, en vinur minn segir að þær séu helvíti fínar.
Ef þú sefur með venjulegar linsur þá verðurðu svakalega þurr í augunum (ég reyndar legg mig oft með mínar, mæli þó ekki með því) og átt það á hættu að rispa hornhimnuna, gerðist fyrir systur mína fyrir stuttu, enda svaf hún nánast alltaf með sínar og passaði lítið upp á þetta, og þá þurfti hún að sleppa linsunum í 2vikur og nota augnsmyrsl.