well þú ert nú samt sem áður heppin.
eins mikill snyrtipinni og ég hef alltaf verið, þá hef ég samt fengið bólur. þetta fer mjög mikið eftir húðgerð. ég er með viðkvæma húð, svo bólurnar koma auðveldlega og skilja eftir sig ör.
ég er alltaf þambandi vatn og gleymandi vítamín… tell me about it. og já ég hef líka stundað líkamsrækt 5 sinnum í viku (þó ég sé ekki að því í augnablikinu). fer í sturtu lágmark einu sinni á dag og hugsa vel um húðina með viðurkenndum húðhreinsivörum osfv. ég borða ekki fitandi mat eða drekk gos og allt svoleiðis. hef farið í ströng bindindi sem gefa engann árangur.
unglingabólur koma vegna hormónarugls. ekki endileg vegna óheilbrigðs lífernis eða sóðaskapar. það getur vel verið að þú komir í veg fyrir öðruvísi bólur með þessu líferni. þú borðar jú ekki sykur, sem þýðir að þú færð ekki svona “nammibólur” osfv.
keep up the good work samt sem áður! þar sem þú ert að gera margt annað en að koma í veg fyrir bólur með þessum lifnaðarhætti. þú ert að koma í veg fyrir veikindi, fitusöfnun og margt fleira. og þú litur væntanlega vel út!
Bætt við 21. janúar 2007 - 16:04 og heyrðu já varðandi hárvítamín, þá geturðu keypt svona vítamín sem heitir Hárkúr í heilsuhúsinu eða bara næsta apóteki/búð. Mæli með því!
http://www2.ecweb.is/heilsa/baetiefni/?ew_1_cat_id=18106&ew_1_p_id=16830305