Jæja stelpur núna þarf ekki lengur að sitja uppi með föt sem eru orðin of lítil eða ný sem aldrei pössuðu, gamlar jólagjafir sem voru ekki í rétta litnum og svo framveigis……
Í Ameríku er það orðin altekin hefð að konur halda svona Skipti partí sem er nánast eins og gamli saumaklúbburinn með góðgæti og góðum veigum, en munurinn er þessi að þar eru flíkur, skór, hattar boðnir upp og þá reynir á hvað einhver annar býður fram í skiptum og ef báðir eru ánægðir fara skiptin fram.
Minna skal á að það sem er ónýtt drasl hjá einni er fjársjóður annarar konu :)
Þetta byrjaði hjá ríkum leikkonum og fyrirsætum á Manhattan sem gátu ekki látið sjá sig nema einu sinni í hverri flík og sátu svo kannski uppi með dýr föt en þarna fóru þær að halda svona skiptipartí og héldu þau á öðru hvoru þar sem skipst var á kjaftasögum og fötum. Mættu með tösku af dóti sem þær ekki vildu eða gátu notað og fóru heim með flíkur sem þeim þótti meira varið í og hentuðu þeim betur.
Vildi bara benda ykkur á þessa frábæru leið til að halda bæði skemmtilegt kvennaboð og lítið uppboð sem kostar ekki krónu - aðeins skipta á slettu.
Boðskort frá ameríku lítur svona út.
Hey would you be interested in coming to a party at my house on the 19…? we're doing a Switch n Bitch earlier on. Bring all your clothing and knick knacks (music, movies, books, etc) that you don't use and trade it in from awesome stuff. I would love for you and boyfrend to be there. The boys are only invited after the girls party.
http://dutchyful.blogspot.com/2006/01/bitch-party-time.html