Ég fékk mér kredit plús þegar ég var 15 ára. Ég held að aldurstakmarkið sé 14, auðvitað með leyfi foreldra. En það er einskonar blanda af kredit og debitkorti. Maður getur verslað á netinu, það er 16 stafa kortanúmer eins og á venjulegum kreditkortum (mitt plúskort lítur alveg eins út og silfurkortin hjá Mastercard, enginn munur!), en maður verður að eiga inneign á því til að það virki. Það er engin yfirdráttarheimild. Svo virkar það betur í útlöndum heldur en debetkort, sem er einmitt þess vegna sem ég fékk það. Ég fór til lands þar sem það eru ekki debetkort.
Mamma hefur nokkrum sinnum fengið plúskortið mitt lánað, þar sem það er miklu öruggara í netkaupum. Ég geymi aldrei pening á því, þannig að ef svo vill til að einhverjir óprúttnir aðilar komast yfir númerið, þá er engin heimild.
…