sko… veit ekki hvað þú ert gamall, en skegg er einstaklingsbundið, það er rétt að raka það til að fá sprettu, og til að vernda húðina og loka svitakirtlum, fara yfir með kaldbleyttum þvottapoka eftir raksturinn og nota svo helst balsam frekar en rakspíra, sérstaklega á meðan þú ert að taka við þér og rótin er að koma, ég var orðinn alskeggjaður snemma 17 ca og yfirvaraskeggið kom síðast, og er í raun ennþá að taka almennilega við sér, en þetta er misjafnt. þekki líka 24 ára stráka sem eru varla komnir með sprettu, en þar sem það er farið að taka lit á þér myndi ég gefa því 2-3 ár, býst við því að þá sé það farið að verða ásættanlegt, en tíminn mun leiða það í ljós, bíddu bara rólegur fram að því og hugsaðu vel um andlitið á þér, og endilega talaðu við hárgreiðslufólk eða aðra sérfræðinga (lyfjafræðinga, förðunar og svoleiðis) varðandi efni og meðferð, ættu allir að geta bent þér á ýmsar leiðir, eða ýmsar aðferðir til að gera gott fyrir andlitið. Gangi þér vel, vinur minn!