Ég var með ljóst og setti dökkt skol í hárið fyrir stuttu. Eða já, fór á stofu. Liturinn heppnaðist ekki í fyrstu tilraun, varð grár og einhvernveginn skollitaður sem var alls ekki það sem ég hafði beðið um, svo það var litað aftur og kom vel út. Voðalega flott fyrst, dökkbrúnt með rauðum blæ (samt ekki eins og ég væri rauðhærð, bara kom svona glampi í réttu ljósi). En núna eftir nokkra þvotta finnst mér liturinn sem var settur í fyrst vera að koma aftur, liturinn voða daufur og svona grár en samt ekki, bara ..daufur. Það er af því að litur helst ekki vel í ljósu hári fyrst (eða aflituðu eins og mitt var) og lekur auðveldlega úr. Svo að það eru líkur á að liturinn dofni þegar þú litar það dökkt fyrst, en það ætti að lagast alveg eftir nokkur skipti. Og persónulega sé ég ekki mikinn mun á litnum sjálfum eftir því sem þú ferð á stofu eða kaupir pakka.
Bætt við 18. desember 2006 - 10:55
Og vá, held þetta sé lengsta komment sem ég hef nokkurn tímann skrifað hérna á huga, hah.