Málið er að ég fór í klippingu í gær, kom með mynd af hárgreiðslu sem mér fannst ótrúlega smart en endaði einhvernveginn með Prins Valíant - Kleópötru blöndu…Sem ég er alls ekki að fýla >_<
Mig langar í miklu styttri styttur til að það standi meira útí loftið.
Anyway, ég lét líka setja slétt-perm og hárgreiðslukonan sagði að ég gæti ekki sett strípur í það í sama tímanum, ég yrði að bíða í hálfan til heilan mánuð (hárið þarf víst tíma til að “loka” sér…hvað sem það þýðir).
Þessvegna var ég að hugsa hvort að það væri samt ekki í lagi að láta breyta klippingunni þótt að það sé afar stutt síðan ég lét setja permanentið í?

Demona