Ekki beint gott svar sem ég er að gefa þér en hvernig væri að skapa þinn eigin stíl sjálf. Fara í búðir og skoða. Ef þú vilt vera eitthvað öðruvísi þá þá mæli ég með búðum eins og Gyllta Kettinum, Rokk og Rósum, Spútnik og öllum þessum búðum á Laugarveginum. Margar hönnunarbúðir sem leynast þar og þar skaltu vera viss um að fá buxur sem fáir eiga.
En ef þú ert að leita að bara svona venjulegum og ódýrum gallabuxum þá keypti ég mér um daginn rosalega fínar kallabuxur í zöru á einhvern 4000 karl. Ég held að ég sé vaxin upp úr þessu tímabili þegar maður gekk ekki í öðru en Diesel eða levi´s út af því þetta var svo kúl merki. Vá hvað maður hefði getað eitt peningnum í eitthvað meira spennandi en Diesel gallabuxur þá. Hehe rayndar fer meirihlutinn af peningunum mínum ennþá í föt en hey fleiri föt í staðinn fyrir gallabuxur á 15.000 karl.
Bætt við 11. desember 2006 - 23:18
gallabuxur átti þetta að vera…Í staðin fyrir kallabuxur;):)