Ég hef heillengi pælt í því hvort að það sé góð hugmynd að klippa hárið stutt…
Ég var sköllótt til tveggja ára aldurs, algjörlega þar til hárið fór loks að vaxa, svo fékk ég típískt trúðahár :D Var með svakalega krullað hár þá.
Svo fór það að vaxa meira, en ég var aldrei ánægð, óskaði mér þess alltaf að fá sítt hár. Ég setti jafnvel viskustykki á hausinn til að þykjast vera síðhærð :')
Núna hef ég verið með sítt hár í c.a. þrjú ár, og þá frekar sítt…nær næstum fyrir neðan brjóst. Setti líka slétt-permanent í hárið fyrir u.þ.b. hálfu ári (þarf að setja aftur í rótina á hálfs árs fresti, er bara hálfblönk svo þetta er ekki alveg slétt lengur).
Svo pælingin er, er flott á stelpum að hafa stutt hár? Samt alveg niður í augu…
Mig langar alveg hrikalega í breytingu og þetta hefur oft komið upp í hugann, ég hef bara alltaf talið mig af því…held að það fari mér illa :S
Another thing…
Vitið þið hvar ég get keypt flottar hermannabuxur? Mínar eru eiginlega ónýtar :Þ