Getur náttúrlega alveg aflitað það og litað það svo aftur, það tekur lang stystan tíma en hinsvegar er ég ljóshærð og það náttúrulega. Hef verið með mjög dökkt hár alveg uppí svart, það tók mig alveg frekar langan tíma að verða ljóshærð aftur því ég vildi ekki aflita það. Það tók mig alveg 4-5 skipti, fór á stofu og lét lýsa það í hvert skipti en ég er samt ekki eins ljóshærð og ég var upprunalega. Ef ég fer einusinni í viðbót get ég alveg orððið hvíthærð þessvegna hehe. Þetta er frekar tímaafrekt oftast ef þú vilt fara “hollu” leiðina en þú ljósara hár sem þú ert með núna því minni tíma tekur að lýsa það.
Bætt við 21. nóvember 2006 - 11:51
Stelpa hérna fyrir ofan sem sagðist vera föst með ljótan lit, myndi ekki taka neitt alltof mikið mark á því. Ég fór á Primadonna alltaf sem er mjög góð stofa og liturinn minn hefur alltaf verið fínn þær hafa passað sig að festa mig ekki með einhvern hrylling í hárinu. :)