Úff ég er komin með ógeð af því að fara í klippingu… Það endar alltaf með því að hárið verður klippt eins og ég VIL EKKI að það sé.. Eins og þegar ég fór núna í þarsíðustu viku í klippingu sagði ég að ég vildi fá styttur í hárið sem ég fékk en það var tekið of mikið af hárinu, og svo bað ég um að toppurinn yrði klipptur á ská… En nei toppurinn var klipptur STUTTUR… og mér finnst það ekki fara mér og mamma mín segir að þetta fari mér SVO ROSALEGA VEL.. sem mér finnst einfaldlega ekki… Þetta er í svona 4 skiptið sem ég er klippt eins og ég VIL ekki hafa það.. Og er orðin svoldið mjög pirruð á þessu. Sérstaklega þar sem hárið mitt á það til að krullast mjög mikið og það er bara erfitt að sletta hárið…

Hefur einhver lent í því sama?
Súkkulaðihjartað <3