ég einhvernveginn veit aldrei hvað ég vil, en verð samt alltaf ánægð þegar ég geng útaf hárgreiðslustofum.
veit ekki hvort ég sé bara heppin með hárgreiðslufólk?
getur verið afþví að oftast segi ég hárgreiðslukonunni bara svona, u.þ.b. hvernig ég vilji hafa það. Svo bið ég hana bara um að gera það sem henni þykir fara mér..
klippi samt oftast e-ð smá til, eða læt það síkka, eins og í ágúst, fór í klippingu. toppurinn varð of stuttur, (fékk mér möllet, styttur, og svona stutt efst svo ég gæti verið með hanakamb) ég varð ánægð, en samt var hárið mitt miklu flottara eftir svona mánuð. þá var ég einhvernvegnn búin að læra betur á hvað færi mér vel með þessa klippinngu, sem maður þarf að hugsa líka.
og líka bara finna það sem manni finnst hafa farið úrskeiðis við klippinguna, og láta laga það/laga það sjálf.
hérna fyrir svona ári, með geðveikt þykkt og sítt hár, topp sem ég breytti á vikufresti.. klippti hann bara til, bara e-ð að leika mér.
ég klippti hárið mitt nýlega mjög stutt, og það eru tveir lokkar til hliðanna sem eru e-ð að angra mig, því þeir koma svo vitlaust þegar ég spenni þá aftur. fer bráðlega að láta laga þá, þegar ég fer í litun.
maður verður bara að læra á hárið sitt og reyna að átta sig á hvað fer manni vel, vera með raunhæfar hugmyndir um hvernig maður vill hafa það og segja hárgreiðslufólki skýrt til.