Sami vandinn hérna :P Reyndar er helmingurinn af hárinu á mér svart núna og helmingur bleikur, en það var alveg svart. Ég er mjög ljóshærð sko, algjör glókollur.
Þegar ég var með svart hár ákvað ég að lita hárið bleikt og blátt (átti reyndar að verða bleikt og fjólublátt :P) og það var ekkert smá mikið mál aþþí ég var búin að vera með svart hár í laaaangan tíma.
Hjá mér var það lithreinsað (ekki það sama og aflitun) 3 sinnum og síðan beðið í 3 daga og þá aflitað og litað bleikt og blátt.
Hinsvegar það sem væri kannski hægt að gera hjá þér er að lithreinsa, og síðan kannski aflita örlítið (fer svo illa með hárið, mæli ekki með að aflita mikið), eða setja bara ljósar strípur til að lýsa það….en þá gæti það verið soldið appelsínugulleitt í smá tíma…
Eða bara raka það af! :P Einfaldara, þá vex það bara ljóst aftur ;)