Þú getur væntanlega ekki troðið þessu bláa beint í gegn eftir götin sem þú ert með núna (eins og ég ímynda mér þau). Það tekur smá tíma að teygja og það er mælt með að teygja ekki meira en 2mm á viku (þó ég hafi nú ekki fylgt þeim reglum sjálf… ehhh)
Þegar ég byrjaði að teygja mín eyru þá setti ég aðeins breiðari eyrnalokk til þess að byrja með (ekki þessa hefðbundnu mjóu lokka heldur hringi sem þú færð td á tattoostofum) Þeir eru svipaðir og þessi:
http://www.wholesalebodyjewelry.ca/cheap-body-jewelry-wholesale-piercing-jewellery-l/wholesale-body-jewelry-59.jpgOg svo eftir það notaði ég alveg eins og þú (þetta bláa) og það var ekkert mál að koma því í gegn eftir að ég var búin að vera með hringinn í nokkra daga..
Jú það er gott að nota eitthvað sleipt til þess að hjálpa til við teygingarnar.. Svo er líka mjög gott að fara í heita sturtu og láta bununa leka á eyrað og nudda eyrnasnepilinn soldið með “Tea Tree Oil” .. Húðin verður einhvernveginn teygjanlegri ;)