Mig langar svona að gá hvort að það fari eitthvað eftir aldri hvernig þið málið ykkur.
Ég sjálf er 21 árs og mála mig næstum daglega, samt minna um helgar eða þegar ég er bara að stússast heima en ég get alveg farið hvert sem er án förðunar, finnst það ekkert mál.
Ég nota alltaf bæði meik og púður, en í litlu magni, bara svona til að fríska upp á húðina. Svo er ég alltaf með augnskugga, nota ljósgrænan, bláan og alls konar brúna og gyllta liti en það fer eftir skapinu hvaða litur það er hverju sinni. Síðan er ég auðvitað alltaf með maskara og svona stundum með eyeliner.
Suma daga finnst mér ég vera föl og þá nota ég smá ljósbleikan kinnalit á kinnbeinin.
Ég nota ekki oft gloss dagsdaglega, mér finnst ég vera of mikið máluð þegar ég er með gloss…
Jæja nú væri gaman að heyra frá ykkur!
muhahahahaaaa