þetta er erfið spurning, en þetta fer líka eftir því hvar þú ert. ég vinn t.d í kringlunni og þar sé ég alltaf bara eins stelpur. Í skinny jeans, gallapilsum, síðum hettupeysum, stígvélum eða sætum og nettum skóm, með stórar töskur ofl ofl.
Svo ef þú ferð niður í bæ sérðu rjómann af “artí” liði bæjarins. Allskonar föt! yfirleitt keypt í 2nd hand búðum. samt svoldið það sama, skinny jeans og stórar peysur. Bara aðeins í ýktari kantinum. buxurnar eru kannski rauðar og peysan í allskonar litum!
kannski finnst einhverjum að ég sé að alhæfa, en þetta er bara það sem ég hef tekið eftir undanfarnar vikur. mér finnst eins og tískan sé að breytast til hins betra. fólk er farið að mega vera svoldið það sjálft, án þess að vera stimplað e-ð sérstakt.(tek fram að ég var ekki að stimpla “artí” fólk, heldur er ég bara að nota orð sem fólk notar dagsdaglega)
Tískan er örlítið frjálsleg og skemmtileg. um að gera að nota ímyndunaraflið!
Bætt við 21. október 2006 - 16:33
og btw ég veit ekkert hvort þú ert stelpa eða strákur :) en ég var allavega að tala um dömutísku. hef ekki mikið vit á karlkyns :P
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”