En stóra spurningin er… Er allt í lagi að lita hárið alveg dökkt þegar maður er með mjög aflitað hár?
Ég var búin að vera mjög lengi að ná þessum ljósa lit og þess vegna búin að láta lýsa hárið nokkuð oft. Hvernig er útkoman þegar maður litar það síðan dökkt? (þá er ég að tala um nánast út í svart.) Gæti það óvart orðið e-ð freaky á litinn? :P Eða gæti þetta kannski bara skemmt hárið?
Elsku hugarar, vonandi eigið þið svar við spurningu minni. Sem sagt gott svar útfrá eigin reynslu… ekki ágiskanir.
En annars ef þið teljið þetta vera allt í góðu, endilega bendið mér þá á góðar stofur! Ekki væri verra ef þið mynduð benda mér á frekar ódýran stað!
Danke!
Werz
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”