svo má bæta við fyrir neðann hálsinn þarna á milli herðablaðanna, en erfitt að segja um hvernig tattoo, fer allt eftir stað og manneskju og hönnun og útliti og bla bla
erfitt að svara fyrri spurningunni um hvað mér finnist flott tattú.. ég myndi segja allt sem skiptir eigandann máli og mér finnst kúl það finnst mér flott.. en mér finnst tribal ljótt.. og svo sem bara mörg tattú önnur..
ég myndi segja; Upphandleggur og á framhandleggnum innan á. svo er hitt bara persónu og tattúbundið ;)
Full sleeve á báðum…það er bara mesta turn on í heimi ef það er farið út í ;)
Bætt við 6. október 2006 - 20:14 Og svo finnst mér geðveikt að vera með sleeve lika á annarri löppinni…sérstaklega þegar það er sumar og strákar eru í stuttbuxum!
Stór og mikil tattoo eru oft bara ógeðslega hot ef ég að vera alveg hreinskilin!! :þ Hehe… Og þá sérstaklega sleeve á höndum og stór flúr yfir bakið ;)
Sleeve er tattoo sem þekur allan handlegginn frá öxl að úlnlið.. Bara eins og ermi á peysu.. Half sleeve er hálf ermi, semsagt tattoo sem þekur allt frá öxl og niður að olnboga eða tattoo sem þekur allt frá olnboga niður að úlnlið.
Bætt við 8. október 2006 - 23:01 Sleeve = full sleeve (gleymdi að taka það fram)
Öhmm.. Bein þýðing á sleeve er ermi og ég tala alltaf bara um sleeve sem tattoo á handlegg.. Sumir vilja eflaust tala um sleeve á fótleggjum líka þó að það sé í rauninni ekki rétt .. En ef það skilst þá ætti það að vera í lagi þannig séð.. Annars er ég engin málfræðidoktor svo ég ræð engu um þetta :)
Fáðu þér tattoo þegar þú ert pottþéttur á því að þú vilt það.. Ekki fá þér tattoo ef þú ert e-ð pínu efins því þá eru miklar líkur á því að þú munir sjá eftir því. Hugsaðu þetta vel og vandlega, ákveddu mynd, horfðu á myndina í einhvern tíma (gott ráð að hengja hana á einhvern stað sem þú horfir á oft á dag) og fáðu þér svo :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..