Það eru endalausir korkar hérna um sama efnið.. Fólk virðist ekki lesa gamla korka svo ég ætla að punkta hér niður það sem fólk er alltaf að spurja um..
Það er 18 ára aldurstakmark til að fá sér tattoo og piercing (göt) og það gildir alls staðar..
Engin stofa gerir undantekningar frá þessu og þú þarft annaðhvort að koma með skriflegt leyfi frá foreldri/forráðamanni eða foreldri/forráðamaður kemur með þér á staðinn..
Ef þú kemur með skriflegt leyfi þá þarftu að skrifa símanúmer því til staðfestingar.
Ef þú ætlar að falsa leyfi þá er það þitt mál og þín ábyrgð hvort það komist upp um það. Það er ekki sniðugt að falsa undirskrift foreldra og ég veit um dæmi þar sem það var gert og ekkert fattaðist á stofunni. Foreldri manneskjunnar komst hinsvegar að þessu (auðvitað) og hótaði að kæra manneskjuna sem gataði barnið sitt… Þetta er ábyggilega ekki einsdæmi svo ég mæli ekki með því að falsa.. Það er bæði slæmt fyrir þig og gatarann/flúrarann..
So here you go! Ekki spurja aftur hvort þú megir fá þér gat en þú ert bara 16 ára.. Svarið er einfaldega NEI…
Bíddu frekar þangað til þú verður 18 ára.. Þáeru allir glaðir :)