Ég hef verið að spá í að fá mér tattoo. Er bara svolítið hræddur við það vegna þess að ég er að lyfta og er að halda að tattooið skekkist og teygist þegar vöðvarnir stækka.
Þegar kemur að þessum málum, eru einhverjir staðir á líkamanum verri en aðrir?
Mig langaði helst að fá mér aftan á hnakkann á milli herðablaðanna. Ekkert stórt…
Nú fitnar fólk og grennist, stækkar og minnkar. (Eh, minnkar kannski ekki í miklum mæli…) Hvernig er það að fara með tattooin?
Vex húðin kannski þannig að þetta sé ekkert sem maður þarf að hafa miklar áhyggjur af?