Hæh heh:/
Ég hringdi á Ónix, því ég fer oftast þangað í klippingu og þá var bara strákurinn sem klippir mig alveg pakkaður og í fríi næstu viku svo ég hringdi á Solid, kíkja á verðið þá bara 4.900 klipping!:O Ég hélt ég myndi missa andlitið svo hringdi ég í Creative sem er hérna í Grb og þar er klipping á 3.600 sem er mun minna en Ónix, en ég held að það sé ekkert sérlega góðar klippingar þar, frekar svona gamaldags:S (ekkert svo víst, hef aldrei farið þangað, vinkona mín fer bara alltaf þangað og mér finnst klippingarnar hennar oft frekar barnalegar og eitthvað:S)
Svo ég ákvað að hringja aftur í Ónix þar sem klipping kostar 4.300 (já mjög dýrt) en ég held að þar geti ég verið svona nokkuð viss um að fá fína klippingu, en ég ákvað að fara til einnar konu sem ég hef farið áður til, en ég hef ekki verið neitt ótrúlega ánægð þar!:S Eða, alveg fínt klippt og svona, nema hún klippir svo mikið:/ og ég er að reyna að safna hári svo ég geti svo fengið mér permanett..
*andar* Jæja, ætla bara að vona það besta:) Held það sé best að panta klippingar á mánudögum:S