Núna fer að koma að því að ég geti farið að skipta um neflokk (fékk mér gat fyrir um mánuði síðan)

og ég er búin að svona líta í kringum mig og skoða úrvalið af pinnunum…. og líkar ekkert nógu vel. Ég vil ekki svona pinna sem er boginn, eða með festinu, er búin að prófa það áður.
Ég hallast helst að svona pinna, litlum með hvítum steini í… því það gengur við allt.

En…. svo langar mig svolítið til að fá mér svona lítinn sætan hring. En ef ég spyr vini mína um það þá segja allir að ég sé ekki alveg þessi týpa…. eeeeen mig langar að prófa!

Það er þá alltaf hægt að eiga svona venjulegan pinna fyrir spari….

En ég hef hvergi fundið svona hringi spes fyrir nef. Er kannski bara málið að kaupa svona hring sem er ætlaður í eyra?

Hvað finnst ykkur?
muhahahahaaaa