Bætt við 28. ágúst 2006 - 00:11 og ef maður á of mikið af drasli þá þarf maður að velja á milli og það krefst hugsunar og hún tekur tíma og þetta endar allt uppí því að þú ert orðinn of seinn. Frekar bara sleppa því að vera tískufreak og mæta á réttum tíma ;)
Ónefndur vinur minn á 4 pör og 2 af þeim eru eins… Ég sem forfallin skófrík skil svona ekki…Ég á um 20 pör, og ég elska það! Ég gæti virkilega ekki lifað án þeirra, ég verð að hafa eitthvað að velja úr.
Bætt við 28. ágúst 2006 - 15:22 Síðan hvenær var hægt að bæta við? Er þetta svona málamiðlun um “edit” takkann sem fvs var alltaf að væla um? En já..bara að pæla. Svosem ekkert slæmt við þetta:)
Brúna Lloyd leður notaðir mest við Denim og svarta Ecco með svörtum buxum og jakkafötum. Svo á ég Converse sem ég nota lítið núorðið og aðra ecco sem eru í fínni kantinum.
Langar í alveg fína skó sem maður notar bara við jakkaföt og aðra brúna leður við denim, og svo casablanca/swing svarta&hvíta skó.
Ég er skáti..þannig ég á Teva Háa göngu skó Lága göngu skó Svo er í fokking artí fartí..þannig converse einnig vinn ég vinnuskór líka fer ég stundum þar sem ekkert af þessum skópörum er við hæfi..til þess á ég spari skó svo ef ég er að vaða í rusli…heróíni og dauðum kanínum þá á ég sértilgerða rusl-skó
Á 2 pör sem ég nota, Adidas Shelltoe sem ég nota í vinnu og svona, og Vans dags daglega. Svo ef út í það er farið á ég sandala, flip flaps, kuldaskó, íþróttaskó, kannski e-ð fleira, man ekki allt… Nota samt Vans skóna mest =}
Má ég svara líka? Þótt ég sé stelpa? Mér finnst nefnilega svo fyndið að eiga mörg pör af skóm til að nota dags daglega. Sjálf á ég:
Gamlar Tevur sem eru næstum ónýtar Nýjar Tevur sem ég nota mikið Gönguskó Spariskó Íþróttaskó Einhverja svarta leðurskó sem ég nota þegar ég get ekki verið í Tevum í skólanum sökum rigningar eða snjós.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..