Já ég veit það enda er ég með 10mm í öðru eyranu og 8mm í hinu sem ég hef gert sjálf :) (fyrir utan 2 mm) Er ekki ný á nálinni, hehe!
Ég á svona teygingardót sem fer uppí 8mm en lokkurinn (tunnelið) er 10mm.. Svo ég fór að leita útum ALLT en enginn átti svona dæmi sem fer uppí 10mm nema Sessa bauðst til að gera það bara fyrir mig gegn litlu gjaldi.. Svo ég fór þangað fyrir 3 vikum og hún hefur ábyggilega rifið e-ð þegar hún gerði þetta því það blæðir og kemur gröftur úr þessu þótt mér sé í rauninni ekkert illt…
Þannig að ég ætla ekki að fara til hennar aftur með hitt eyrað útaf ég þori ekki að taka áhættuna á að þetta gerist aftur.. Er samt alls ekki að segja að hún sé slæmur gatari, þetta bara tókst ekki hjá henni í mínu tilfelli :)
Þannig ég ætla að halda mig við mína aðferð og gera þetta sjálf og þessvegna var ég að spurja þig hvort þú vissir hvort að Sverrir væri með lokk sem færi frá 8mm-10mm.. :) Því þegar ég var að leita útum allt þá var hann sá eini sem var ekki við.. Ég vissi sko að hann lánaði þetta fyrir löngu, þá var þetta ekki svona vinsælt eins og nú þannig ég bjóst nú alveg við því að hann tæki fyrir þetta núna.. En allavegana, ég ætla að tékka á honum og halda svo áfram að teygja!! ;)