Jæja kallinn þú ert svolítið langt á eftir. Þessir korkar eru búnir að koma hundrað sinnum, allir skotnir niður um leið og veistu…það verður ekkert öðruvísi í þetta skiptið.
Veistu hvað er fyndið? Meira að segja gotar, sem þykjast vera miklu merkilegri því “ÞAU GANGA EKKI Í MERKJAVÖRUM OMG HARDCORE” eru í þessu? “Vá ertu í Darkness bol? Vá er þetta Underground bolur?” Þetta er alveg sama. Merki merki merki, og meira að segja Spútnik hipparnir sem þykjast vera hip og kúl og original eru bara lélegar merkjahórur þótt það sé ekki stílað á fötin þeirra.
Þú ert ekki merkjahóra ef þú segir: “Þetta eru flott föt” og lætur þar við sitja. Ef þú spyrð, “hvar fékkstu þetta” þá ertu að styðja merkjahórugeðveikina. Því miður, en við erum öll hórur innst inni. Bara seljum okkur misódýrt.