Hárgreiðslustofan Gel
Þannig er mál með vexti að vinkona mín er að fara í klippingu á þessari stofu og mig langar svolítið með, en ég veit ekki hvort ég þori því:) Hún ætlar sko að klippa á sér hárið stutt og gera einhverjar dramatískar breytingar, en ég vil ekki alveg svona mikið.. Ég er með frekar venjulegt hár, en ég þrái breytingu. Ég er búin að vera með eins hár í nokkur hár, með smá breytingum á toppnum og ég er komin með nóg af því:) En spurningin er, er einhver hérna með góða reynslu af Gel, sem fékk kannski ekki alveg svona “arty” klippingu? Ef ég vil ekki svona miklar breytingar ætti ég kannski bara að fara á venjulega stofu?