Ég mæli frekar með að þú farir á Tattoo og Skart..
Ég hef fengið mér göt hjá svona gullsmiði eða eitthvað, og það eina sem ég fékk útúr því voru rangt staðsett göt, massíf sýking og á endanum ‘rejectaði’ líkaminn götunum, eða hreinlega ýtti lokkunum út..
Svo fór til Sessu á Tattoo Og skart, lét hana gata eyrun aftur, gekk mjög vel, ekkert vesen og götin eru ennþá í fínu lagi.
Ef þú vilt vera alveg örugg, farðu þá frekar til atvinnumanneskju, en það þekkist oft hjá svona skartgripabúðum að bara venjulegir starfsmenn sem eru alls ekki með nægilega þjálfun eru að gata eyrun á fólki. Einnig eru þau oft með úreltar ‘byssur’ sem að geta valdið sýkingum ,vegna þess að það er ekki hægt að sótthreinsa nægilega vel á milli notkunar.
Ég mæli líka með að þú látir gera þetta með nál, það er aðeins meira vont, en þá geturu verið alveg viss um að þetta er eins sterilíserað og hægt er, því að nálunum er hent eftir notkun…
Ef þú vilt vita meira geturðu lesið þetta:
http://tattoo.about.com/cs/psafety/a/piercing_guns.htmum götunar-byssur vs. nálar…