Það lenda allir í þessu fyrstu skiptin…. líður bara eins og ófreskju og þurfa að læra á litinn, hvað aþð þarf að hafa hann lengi og hversu mikið :)
En allavega er augnabrúnalitur mjööög fljótur að deyfast! Hjá mér líður í mesta lagi vika og þá finnst mér þær orðnar frekar bara venjulegar, það er nefnilega oft liturinn í húðinni sem þarf að fá að jafna sig o fara, því það fer jú alltaf einhver litur í húðina… En það tekur bara smá tíma.
Annars bara nudda þetta aðeins með bómul og sjampói eða eitthvað og svo volgu vatni í bómul og leyfa svo viku að líða :)
Það getur ekki verið að það hafi liðið 5 vikur hjá einhverjum því margir plokka og lita á 2.-3. vikna fresti…
En vona að þetta lagist bara sem fyrst hjá þér ;)