Núna næstu helgi er Tattoo ráðstefna haldin í fyrsta skipti á Íslandi … Gaman það! :)
Ég hef verið að reyna að afla mér upplýsinga um þetta en finn voðalega lítið.. Það eina sem ég veit að þetta verður um næstu helgi (fimmt-sun?) á Gauknum og á Bar 11 .. Og ég veit líka svona nokkurn veginn hvaða íslensku flúrarar verða þarna..
Veit einhver e-ð meira?! Þetta virðist ekki vera neitt auglýst, eða hvað?
1. Er þetta opið fyrir alla?
2. Er aldurstakmark?
3. Kostar e-ð inn?
4. Hvenær byrjar þetta? (klukkan hvað?)
5. Geta allir fengið sér tattoo?
6. Er ódýrara að fá sér tattoo þessa helgi heldur en aðra daga? (útaf þessari ráðstefnu)
7. Er hægt að fá sér piercing?
8. Eða er ekkert boðið uppá að flúra/pierca fólk?
Þeir sem vita e-ð meira endilega láta mig og aðra vita!! :)