Persónulega er ég ekki fylgjandi fegurðarsamkeppnum þar sem að það er í sjálfu sér ekki hægt að keppa um fegurð. Þetta eru bara nokkrar stelpur að eltast við eitthvað sem ekki er til.
En þar sem þetta er nú allt upp á skemmtanagildið þá ég verð að viðurkenna að einhver ætti þó að vinna þá væri það Sif. :)
Vona bara að dansarnir og öll atriðin yfir höfuð verði ekki eins hlægileg og í Ungfrú Reykjavík. Það var svo ótrúlega fyndin keppni að ég fékk miklu meira en mest út úr skemmtanagildinu. Er samt að vona þetta fyrir þær, ekki mig. Ég væri alveg til í að hlæja svona aftur en ég þekki til nokkurra stelpna þarna og vona þeirra vegna að þetta verði ekki svona aftur.
Fegurðarsamkeppnir eru oftast bara keppnir um “hvernig normal sætar stelpur eru í dag” því svona stelpur eru bara þessar sætu stelpur sem vinna í Hagkaup eða sem er með manni í félagsfræðitíma. Þetta eru aldrei neitt úber öðruvísi stelpur eða sem skera sig úr hópnum með fegurð sinni. Undanfarið hefur þetta aðallega verið keppni um hver fer mest í ljós, líkamsrækt og á hárgreiðslustofuna að láta lita hárið, plokka og lita augabrúnirnar og um hver getur verið mest FEIK! …og auðvitað að geta sýnt brjóstaskoru og dansað asnalega. ..og ljúga að heiminum að þær vilji world peace þegar þær vilja bara athygli.
:s
Allvega er þetta það sem ég hef aðallega séð í svona keppnum.
Hundleiðinlegt að horfa á þetta. Bæði hjá konufegurðasamkeppnum og hjá körlum. Þau eru öll eins! Ljóshærð, gervibrún og með stíft bros fast á sér. Mér finnst eins og það sé ekki alvöru fólk í þessu, heldur bara svona steríótýpur af því sem venjuegt fólk vill verða.
Annars er mér alveg sama um það að fólk sé að taka þátt í þessu og að það séu haldnar svona keppnir, mér bara finnst þetta enganveginn spennandi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..