Ég hef gert verðkönnun, fór með 2 myndir á mismunandi staði og þær voru ódýrastar hjá honum.. Það munaði stundum mjög miklu í verði.. Og svo líka með götin, hann er ódýrastur þar líka. Tekur td. bara 3000 kall fyrir að stinga í tungu þar sem annars staðar kostar 5000 kall.. Og það er dýrasta gatið hjá honum..
Ég hef látið Helga flúra mig og ég var ekki nógu ánægð og lét Sverri breyta..
Ég hef séð flott tattoo eftir Svan, Vincent, Búra osfrv.. en mér finnst Sverrir bara betri en þeir (reyndar finnst mér Jón Páll svipaður og Sverrir en ég hef sjálf ekki reynslu af honum). Ég hef mikið verið að pæla í þessu og ég og vinkona mín höfum verið að bera saman tattoo með tilliti til skyggingar, lína osfrv..
En auðvitað eru skoðanir manna misjafnar, hef heyrt bæði slæmt og gott um aðra en ég hef bara aldrei heyrt neinn kvarta undan Sverri og það myndi ég telja gott :)