(b)Gott að versla á Strikinu í:(b)
- New Yorker: Ný búð og frekar ódýr, frekar stór með öllu, fylgihlutum(flottar ódýrar töskur!) casual fötum og fínum fötum, nærfötum og sundfötum.
-H&M: Kannast allir við þessa. Stór og mikil og með allt - ódýrt!
-Blend: Mér finnst Blend úti mikið flottari en Blend hérna heima. Frekar ódýr, samt ekki eins og H&M.
-Matas: Stórt og gott “apótek” með miklu úrvali á snyrti/hár og líkamsvörum á fínu verði. Keypti sama brúnkukrem og ég nota helmingi ódýrara þarna heldur en heima.
-Vero Moda: Þessi stendur alltaf fyrir sínu og frekar ódýr.
Þetta eru búðirnar sem ég verslaði í þegar ég var í DK fyrir viku. Var með sirka 15000kr íslenskar(1500kr danskar) og keypti mér:
-svartur jakki(100.DKK í Vero Moda)
-brúnn jakki(450.DKK í Blend)
-doppóttur kjóll(150.DKK í H&M)
-2 bh(98.DKK í H&M)
-polo bolur(75.DKK í H&M)
-holiday skin brúnkukrem(25.DKK í Matas)
-svartur silkibolur með pallíettum(120.DKK í New Yorker)
og svo eitthvað meira, t.d. nokkra eyrnalokka í H&M og armbönd og hálsmen, spangir og hárband í Accesorize, púður og eyliner o.s.frv….
Svo um að gera að muna að áfengi getur verið allt að helmingi ódýrara þarna úti, þannig um að gera að tékka á því;)