Já, ég veit ekki hvort þessi spurning hafi komið hér áður, og þið afsakið að ég hafi ekki nennt að leita, því ég er nú ekki mikið á þessu áhugamáli, en hér er spurning sem ég vildi gjarnan fá svar við;

Veit einhver hér um almennilega hárgreiðslustofu sem .. ég veit ekki alveg hvernig á að skrifa þetta.. Eeeh.. stofu sem getur litað hár með svona “freaky” litum? Eins og bleikum, bláum, grænum o.fl. Já, og helst með viðráðanlegu verði.
Já, þetta þyrfti að vera í Reykjavík & auðvitað eins og hver önnur hárgreiðslustofa, bara með svona öðruvísi litum. Hef nefnilega verið að spurjast eftir þessu en fólk veit aldrei hvað ég er að tala um, og mig langar ferlega að breyta hárinu mínu rækilega.



Taaaaaakk kærlega fyrir og já.. bless.
——