Það er gaman sko :) Þú tekur fyrst áfanga sem heita LIM eitthvað, þeir eru svona so-so. Í öðrum ertu að læra um ýmis tímabil í sögunni og tekur fyrir þá tísku, hönnun, myndlist, byggingarlist og tónlist. Ekkert sérlega skemmtilegt en fræðandi og geðveikt chillaðir tímar.
Í hinum LIM áfanganum ertu að fara á söfn, lærir að “lesa” málverk (getur sagt t.d hvort það sé línulegt eða málaralegt, portrett, landslag os.frv.). Síðan áttu að gera verkefni þar sem þú velur þér listamann og átt að fjalla um hann og seinna annað verkefni þar sem þú greinir verkin hans.
Síðan eru í þessu sjónlistartímar þar sem farið er í svona basics sem allir þurfa að kunna. Maður er að skyggja og búa til form. Kúlur, súlur, kassa og svoleiðis. Það eru 2 svoleiðis áfangar, seinni fer meira út í litablöndun og svoleiðis held ég. Seinna ferðu síðan í módelteikningu, er ekki í því svo ég veit ekki alveg hvernig það er.
Síðan er annar LIM áfangi þar sem þú þarft að gera innsetningu og gjörnig. Mjög gaman! Skemmtilegasta sem ég hef farið í hingað til. Þú lærir um nútímalist og listamenn, íslenska sem erlenda, eins og Pollock og svoleiðis. Og er svo líka að fara á söfn og gallerí og greina verk og segja þitt álit á þeim.
.. Þetta er svona það sem ég er búin að fara í (þetta er önnur önnin mín) og mér finnst þetta rosa gaman! Í FB er besta listnámsbraut landsins (eða, ég held það allavega), mikið af stuffi til að gera og spennandi verkefni. Og já vil taka það fram að LIM stendur fyrir listir og menning :)