Já, þið lásuð rétt. Brjóstin á mér eru að flagna! Svona undir geirvörtunum og niður. Held að þetta sé vegna þess að vinkona mín bauð mér í ljós og ég hef ekki farið í ljós síðan ég var 14 (er 17) og þetta var túrbótími (sem ég hafði ekki hugmynd um hvað var). En það er nú alveg rúm vika síðan þetta var og núna er ég að flagna. Ég setti samt á mig after sun eftir þetta því ég skaðbrenndist út um allt.
En mín spurnig er, hvort sem þetta er af völdum sólbrunans eða ekki, hvað á ég að gera? Ég setti bara á mig krem sem að ég held að hafi ekki alveg verið rétta valið (Strawberry Body Butter, nota það alltaf á líkamann minn). Mig vantar rétta tegund af kremi eða eitthvað til að laga þetta.
Getur einhver hjálpað mér? :o