Er það eitthvað svakalegt vesen að koma með eigin mynd á svona tattoostofu hérna á Íslandi og láta setja myndina á sig? Þarf að búa til eitthvað mót eða hvernig er þetta annars gert?
Mig hefur nefnilega alltaf langað í tattoo, en ég vil ekki láta setja á mig mynd eftir einhvern annan. Ég vil hafa tattooið persónulegt á þann hátt…
Ekkert mál … Ferð bara með myndina sem þú vilt fá þér á stofuna og þar verður henni skellt í einhvernskonar ljósritunarvél og prentast út á sérstakan pappír sem gerir það að verkum að það er hægt að stimpla myndina á líkamann þinn og svo er bara farið ofan í það með nál ;)
Ekkert vesen og þú þarft ekkert að gera nema að fara með myndina þína :)
Það á að vera hægt, ég á að gera tattooið sem vinkona mín er að fá sér, og við spurðumst fyrir um þetta í tilefninu. Okkur var sagt á þeim 2 stofum sem við hringdum í að það væri ekkert mál.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..